Inter
Rejuvaskin Mineral Facial Sunscreen sólarvörn
Rejuvaskin Mineral Facial Sunscreen sólarvörn
Gat ekki hlaðið
Til á lager
1
100% steinefna sólarvörn er ætluð á andlit og hjálpar til við að koma í veg fyrir sólbruna og húðskemmdir. Hreint Sinkoxíðið í kreminu nýtist sem líkamleg vernd gegn skaðlegum UVA/UVB geislum og saman við níasínamíð, hjálpa efnin til við að róa og mýkja húðina og stuðla að heildarheilbrigði hennar. Níacínamíð, einnig þekkt sem nícotínamíð, form af vítamíni B3.
Þegar talað er um sólarvörn og sólarvarnarvörur þýðir hugtakið breiðvirk að vara verndar bæði gegn UVA- og UVB-geislun. Báðir þessir geislar sólarinnar geta valdið alvarlegum skemmdum á húð
Aðalmunurinn á milli UVA og UVB geisla er sá að UVA geislun veldur sjaldan húðkrabbameini, á meðan UVB geislun er helsta orsök húðkrabbameins. Báðar tegundir útfjólublárrar geislunar geta valdið húðskemmdum og öldrun.
Sólarvörn ætti alltaf að vera síðasta lag í húðumhirðu fyrir förðun. Inniheldur SPF 32 vörn og hefur breiðvirka vernd. Hentar fólki með t.d. viðkvæma húð, þurra húð, exem o.fl. Styður húðheilsu með 4% níacinamíði. Dagleg sólarvörn getur minnkað verulega hættu á húðkrabbameini. Létt krem, þornar hratt og skilur eftir sig litlar eða engar leifar af kremi. Kemur í veg fyrir sólbruna, UV skemmdir, ofnæmingu, litabletti (melasmu) og fyrirbyggir öldrun. Enginn ilmur! (þ.e.a.s. enginn pirrandi sólarvarnarlykt!) og er vatnsheld. Berið 2 fingurbreiddir af sólarvörn á andlit og háls. Nuddið inn í húðina þar til kremið hefur frásogast fullkomlega. Berið aftur á 2ja tíma fresti allan daginn (ef verið er í beinni sól).
Til að forðast að húðin verði flekkótt, tryggið að hún sé nægilega rök áður en sólarvörnin er borin á og að aðrar húðvörur hafi haft tíma til að frásogast fullkomlega.
Umhverfisvæn fyrir kóralrif || SPF 32 || Víðvirk vörn
Hentar fyrir: Allar húðtegundir, viðkvæma húð og exem.
Vörunúmer: 51060
Share



